Utan­ríkis­ráð­herra hefur á­kveðið að leggja niður starf­semi sendi­ráðs Ís­lands í Moskvu frá 1. ágúst næst­komandi. Þetta kemur fram á vef stjórnar­ráðsins.

„Sendi­herra Rúss­lands var í dag kallaður í utan­ríkis­ráðu­neytið og honum til­kynnt um þessa á­kvörðun. Þá var honum tjáð að gert sé ráð fyrir að Rúss­land lækki fyrir­svar sitt þannig að sendi­herra stýri ekki lengur sendi­ráði Rúss­lands í Reykja­vík. Þá hefur Rúss­landi verið gert að lág­marka starf­semi sendi­ráðsins á Ís­landi til sam­ræmis við þessa á­kvörðun,“ segir á vef stjórnar­ráðsins.

Á­kvörðunin er tekin í ljósi þess að það sam­ræmist ekki for­gangs­röðun í utan­ríkis­þjónustu Ís­lands að starf­rækja sendiskrif­stofu í Moskvu við nú­verandi að­stæður, segir þar enn fremur.

Ís­land starf­rækir á­tján sendi­ráð í höfuð­borgum er­lendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efna­hags­leg, stjórn­mála­leg og menningar­leg tengsl eru mikil eða um sam­starfs­ríki í þróunar­sam­vinnu er að ræða.

Á vef stjórnar­ráðsins er tekið fram að öll sam­skipti við Rúss­land eru í lág­marki hvort sem litið er til við­skipta­legra, menningar­legra eða stjórn­mála­legra tengsla. For­sendur fyrir starf­semi sendi­ráðs í Moskvu eru því gjör­breyttar.

„Ís­land hefur rekið sendi­ráð í Moskvu frá árinu 1944 að undan­skildum árunum 1951-1953 þegar við­skipti lágu niðri milli ríkjanna. Sovét­ríkin höfðu ekki sendi­herra á Ís­landi á árunum 1948-1954.

Á­kvörðun um að leggja niður starf­semi sendi­ráðsins felur ekki í sér slit á stjórn­mála­sam­bandi ríkjanna. Um leið og að­stæður leyfa verður lögð á­hersla á að hefja starf­semi sendi­ráðs Ís­lands í Moskvu á ný.“