Ís­land gegnir nú for­mennsku í ráð­gjafar­nefnd EFTA og tók Sig­ríður Mogen­sen, sviðs­stjóri iðnaðar- og hug­verka­sviðs Sam­taka iðnaðarins, við sem for­maður nefndarinnar nú í janúar

Sig­ríður segir í­þyngjandi reglu­verk og gull­húðun mikið á­hyggju­efni fyrir ís­lenskan iðnað.

Að hennar mati þarf ráð­gjafar­nefndin að láta meira í sér heyra til að snúa við þeirri þróun að reglu­verk frá ESB sé inn­leitt hér­lendis með meiri kröfum á ís­lenskt at­vinnu­líf en þörf er á.

„Það sem skiptir kannski mestu máli og sú á­hersla sem ég hef komið með inn er að við ætlum að setja sér­staka á­herslu á sam­keppnis­hæfni EES/EFTA-ríkjanna og innri markaðarins,“ segir Sig­ríður.

„Af því við höfum í raun á­hyggjur af skertri sam­keppnis­hæfni og á­hrifum í­þyngjandi lög­gjafar á sam­keppnis­hæfni ríkjanna,“ bætir Sigríður við.

Á­skrif­endur geta lesið við­talið við Sig­ríði hér. Þar fer hún yfir á­skoranir nefndarinnar og ís­lensks at­vinnu­lífs á árinu.