Á fyrstu tíu mánuðum ársins fundust 1.855 byssur við vopnaleit á bandarískum flugvöllum. Að meðaltali eru því sex skotvopn gerð upptæk á hverjum degi við öryggishlið flugvalla í Bandaríkjunum, en átta af hverjum tíu þeirra eru hlaðin byssukúlum. Túristi greinir frá þessu.

Á öllu síðasta ári fundust 1813 byssur á flugfarþegum í Bandaríkjunum og fjölgaði tilfellum þá töluvert frá árinu á undan. Þrátt fyrir að tveir mánuðir séu eftir af yfirstandandi ári hefur metið samt verið slegið.

Vopnaburður farþega er algengastur í þeum fylkjum þar sem byssueign er almenn. Flugvöllurinn í Dallas situr á toppnum, en þar hafa 104 skotvopn verið gerð upptæk það sem af er ári. Næstur kemur flugvöllurinn í Georgíu með 90 byssur.