Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Stofnunin lagði sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan verslana.

Þá hefur stofnunin nú birt ákvarðanir gagnvart sex fyrirtækjum um brot gegn auglýsingabanni en þau fyrirtæki eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import.

Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Stofnunin lagði sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan verslana.

Þá hefur stofnunin nú birt ákvarðanir gagnvart sex fyrirtækjum um brot gegn auglýsingabanni en þau fyrirtæki eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import.

Óheimilt er að auglýsa nikótínvörur á Íslandi, þar með talið á samfélagsmiðlum. Neytendastofa túlkar auglýsingar sem allt sem fellur undir myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta á við óháð því hvort fyrirtækið hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki.

Stofnunin lagði jafnframt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta til dæmis ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun.

„Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan verslana væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur.“

Upphæðirnar má sjá hér fyrir neðan:

Innflutningur og dreifing ehf. – 100.000 kr.

SH Import ehf. – 200.000 kr.

Nicopods ehf. – 300.000 kr.

Gryfjan ehf. – 400.000 kr.

Djákninn ehf. – 400.000 kr.

FVN ehf. – 400.000 kr.