Olíufyrirtækið Shell hefur ákveðið að draga úr umhverfis- og losunaráætlun sinni fyrir næsta áratug til að halda olíuframleiðslunni stöðugri og sækja fram í framleiðslu á fljótandi gasi.
Olíurisinn stefndi að því að minnka kolefnislosun sína um 20% fyrir árið 2030 miðað við losun félagsins árið 2016. Félagið birti nýja losunaráætlun á dögunum þar sem markmiðið er nú 15-20%.
Breytingin mun veita fyrirtækinu meiri svigrúm til að halda framleiðslunni stöðugri á næstu árum.
Wael Sawan forstjóri Shell segir í yfirlýsingu sem viðskiptablað The Guardian greinir frá, að það skiptir miklu máli fyrir framtíðina að Shell haldi áfram að skapa örugga og ódýra orkugjafa á meðan enn er unnið að hreinni orku framtíðarinnar.
„Milljarðar jarðarbúa þurfa á orku að halda til að lifa af og hundruð milljónir hafa ekki nægan aðgang að orku. Orka er mikilvæg fyrir okkur öll,“ segir Sawan.
Sawan tók við forstjórastarfinu fyrr á þessu ári en hann hefur stuðað Græningja víðsvegar um síðan þá. Örfáum mánuðum eftir hann tók við stöðunni umsneri hann áætlunum Shell um að minnka olíuframleiðslu um 1-2% á ári.