Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir endurkjöri sem formaður félagsins. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu .
Sigurður sem hefur verið viðriðinn félagið á einn eða annan hátt í tæp 43 ár þar af forstjóri Flugleiða/Icelandair á árunum 1985 til 2005.
Í samtali við blaðið minnir Sigurður á að síðustu tvö ár hafi verið bestu rekstrarár í sögu þess. Spurður út í gagnrýni á kaup Icelandair á Boeing vélum segir Sigurður að félagið hafi skoðað þann möguleika að kaupa Airbus vélar, en að Boeing hafi að lokum boðið betri kjör.