Nýtt samstarf Icelandair og Síminn Pay gerir það að verkum að viðskiptavinir Símans geti nú safnað vildarpunktum hjá Icelandair. Í tilkynningu segir að hægt verði að velja sex, átta eða tíu vildarpunkta fyrir hverja þúsund króna veltu.
„Við erum afskaplega stolt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á Vildarpunktasöfnun í samstarfi við Icelandair. Með punktasöfnun og engu gjaldaeyrisálagi er Léttkortið okkar frábær ferðafélagi, við viljum bjóða upp á sveigjanlegt kreditkort sem gerir viðskiptavinum kleift að stýra sjálft ferðinni og velja sín fríðindi, allt eftir því hvað hentar,“ segir Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Síminn Pay.
Síminn Pay léttkortið er stafrænt kreditkort sem styður bæði við Apple Pay og Google Wallet og er gefið út í samstarfi við Mastercard.
„Við í Icelandair Saga Club erum í stöðugri þróun og viljum gera Saga Club félögum kleift að safna Vildarpunktum við öll tækifæri enda er mikill áhugi á meðal þeirra fyrir því sem og að nýta punktana í ferðalög. Við erum því ákaflega spennt fyrir samstarfinu við Símann Pay sem opnar nýjar leiðir þegar kemur að Vildarpunktasöfnun,“ segir Hákon Davíð Halldórsson, forstöðumaður viðskiptatryggðar og greininga hjá Icelandair.