Sjöstrand hóf starfsemi á Íslandi árið 2017 en það voru þeir Gunnar Steinn Jónsson og Viktor Bjarki Arnarsson, ásamt eiginkonum sínum Elísabetu og Álfrúnu, sem byrjuðu að selja vörurnar.
Samhliða því að vera dreifingaraðili Sjöstrand á Íslandi eru þau einnig einir af stærstu hluthöfum fyrirtækisins í Svíþjóð þar sem Gunnar Steinn situr jafnframt í stjórn.
„Kveikjan að fyrirtækinu á sínum tíma var að það voru sænsk hjón sem blöskraði umhverfissóunin á kaffihylkjum, þannig þau fóru í það að búa til nýja vél og ný hylki. Vélin sem þau hönnuðu þá er einmitt sú sama og er notuð í dag sem er ákveðin viðurkenning fyrir hönnunina sjálfa,“ segir Gunnar.
Hann segist hafa fyrst uppgötvað vélina út frá útliti hennar frekar en umhverfiseiginleikum en var fljótur að setja sig í samband við eigendur fyrirtækisins. Gunnar og Viktor voru síðan komnir með bretti í bílskúrinn hjá sér áður en þeir vissu af.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.