Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,1% í 3,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Skeljungur hækkaði mest allra félaga eða um 6%, þó aðeins í 18 milljóna króna veltu. Gengi Skeljungs, sem birtir ársuppgjör síðar í dag, stendur nú í 15,7 krónum á hlut, sem er 1% lægra en þegar gengið fær hæst í 15,9 krónur fyrr á árinu.

Mesta veltan var með hlutabréfaverð Marel sem hækkaði um 2% í 881 milljón króna viðskiptum. Gengi félagsins lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins en tók að hækka þegar líða fór á daginn. Viðskiptablaðið sagði frá því í dag að fjárfestingabankinn J.P.Morgan metur virði Marel nærri 40% yfir núverandi markaðsgengi félagsins, sem stendur í 800 krónum á hlut.

Sjá einnig: Meta Marel 40% yfir markaðsgengi

VÍS hækkaði um 3,2% í nærri hálfs milljarðs króna viðskiptum en fyrir daginn í dag hafði vátryggingafélagið lækkað um 7,4% í ár. Einnig hækkaði gengi Kviku um 2,5% og stendur nú í 24,4 krónum á hlut. Þá hækkaði hlutabréfaverð Origo um 2,1% og stendur nú í 71,5 krónum.

Síminn lækkaði mest allra félaga eða um 1,6% í tæplega 300 milljóna veltu í dag. Gengi fjarskiptafélagsins stendur nú í 12,1 krónu á hlut.