Breska hagstofan hefur uppfært vörukörfuna sem notuð er til að mæla vísitölu neysluverðs til samræmis við breyttar neysluvenjur vegna heimsfaraldursins. BBC segir frá .
Ýmsar breytingar voru gerðar á körfunni í árlegri endurskoðun hennar sem fór fram í gær. Meðal þeirra vara sem bætt var við voru handspritt, handlóð, skokkbuxur, snjallúr og rafbílar. Á móti voru vörur á borð við hvítt súkkulaði, mulið kaffi, tilbúnar samlokur og lambaöxl fjarlægðar, þar sem þær voru – í það minnsta fyrstu þrjár – mikið til keyptar á vinnustöðum, en Bretar sækja nú mun síður en áður.
Auk buxnanna var kvenmannsbolum bætt við körfuna, til að endurspegla óformlegri klæðaburð fólks en áður. Breska hagstofan (Office of National Statistics eða ONS) tekur saman verð um 180 þúsund vörutegunda í þúsundum verslana til að mæla verðlag neysluvara milli tímabila og reikna þannig út verðbólgu.