Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju skrifstofu- og verslunarhúsnæði BYKO í Breiddinni fimmtudaginn 24. febrúar. Í nýja húsinu mun einnig öll skrifstofustarfsemi Norvíkur, Smáragarðs og BYKO verða sameinuð undir einu þaki. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Húsið verður fimm hæðir, byggt úr límtré og CLT timbureiningum frá BYKO og framkvæmdin er samkvæmt BREEAM stöðlum um sjálfbærni og vistvæna hönnun. Nýbyggingin verður rúmlega 2 þúsund fermetrar að stærð. Fasteignafélagið Smáragarður sér um framkvæmdina en Tendra arkitektúr og verkfræðistofan VSB sjá um hönnun. Verklok eru áætluð á vormánuðum 2023.
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO:
„BYKO hefur verið með höfuðstöðvar í óbreyttri mynd á Skemmuveginum frá 1988, en hins vegar athafnasvæði frá 1980, og þetta er þess vegna stór áfangi í sögu fyrirtækisins. Að byggja höfuðstöðvarnar samkvæmt BREEAM mun styrkja okkur enn frekar í þeirri vegferð sem við erum á þegar kemur að vistvottunarkerfum og vistvænum valkostum.“
© Aðsend mynd (AÐSEND)