Rúm­­lega 7,7 milljarða króna velta var með hluta­bréf Marels á fjórum við­­skipta­­dögum frá mið­viku­­degi til mánu­­dags eftir að John Bean Technologies birti árs­hluta­­upp­­­gjör á þriðju­­daginn í síðustu viku.Líkt og kunnugt er hefur JBT lagt fram yfir­­töku­til­­boð í allt hluta­­fé Marels en kaup­verðið verður greitt með 35% reiðu­­fé og 65% hluta­bréfa í JBT.

Fast við­miðunar­­gengi á hlutum JBT í við­­skiptunum er 96,25 Banda­­ríkja­dalir á hlut en dagsloka­­gengi JBT á mánu­­daginn nam 117 dölum.Gengi banda­ríska fé­lagsins hækkaði um tæp­­lega 23% frá mið­viku­­degi til mánu­­dags eftir að fé­lagið birti árs­hluta­­upp­­­gjör og fór úr rúmum 95 dölum í 117 dali.

Dagsloka­­gengi Marel á þriðju­­daginn var 522 krónur en gengið lokaði í 580 krónum á mánu­­daginn.Er­­lendir fjár­­festinga­­sjóðir hafa verið að kaupa bréf Ís­­lendinga í Marel sem hugnast ekki að eiga hluti í sam­einaða fé­laginu, vegna verð­bils á gengi JBT og Marel miðað við yfir­­töku­til­­boðið.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði