Útboð í hlutbréf Símans hófst í dag og stendur til miðvikudags en samtals verður á milli 18-21% hlutur boðinn til sölu.
Síðastliðinn föstudag hélt VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, fund með forsvarsmönnum Símans um útboð og skráningu félagsins í Kauphöll.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, kynnti félagið og tók þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra VÍB og Íslandsbanka. Auk þeirra sátu í pallborði þau Alexander Jensen Hjálmarsson, formaður Ungra fjárfesta, Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já, Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans og Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri hjá VÍB.