Samkeppnisyfirvöld í Rússlandi hafa greint frá því að þau hafi stóra sykurframleiðendur í landinu til skoðunar vegna mikla verðhækkana á sykri. Koma þessar verðhækkanir til vegna sykurskorts, sem yfirvöld telja óréttmætan. Reuters greinir frá.
Myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem sjá má viðskiptavini matvöruverslana í Rússlandi standa í miklum slag um poka af sykri hafa vakið athygli.
Fjöldi Rússa setur sykur í flokk nauðsynjavara ásamt vörum borð við hveiti og salt. Hafa margir landsmenn tekið upp á því að birgja sig upp af sykri og ýmsum öðrum matvörum. Grípa þeir til þess ráðs vegna mikilla verðhækkana sem viðskiptaþvinganir vesturlanda á hendur Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa haft í för með sér.
Verð á sykri hefur hækkað um tæplega 13% á síðastliðinni viku verðbólga hefur ekki mælst hærri í Rússlandi í sjö ár.
Samkeppnisyfirvöld telja að tómar sykurhillur verslana í mörgum landshlutum séu afleiðing stóraukinnar eftirspurnar sem keyrð sé áfram af „óheiðarlegum fyrirtækjum“. Þau séu því með sykurframleiðendur, matvöruverslanir og milliliði til rannsóknar.