Pólaris ehf., fjárfestingafélag Einars Sveinssonar, hagnaðist um 775 milljónir króna á síðasta ári en árið áður tapaði félagið 3 milljónum króna.
Rekstrartekjur námu 779 milljónum króna en þar af nam hagnaður af sölu óskráðra verðbréfa 649 milljónum króna. Eignir námu rúmlega 2,8 milljörðum króna og eigið fé sömuleiðis 2,8 milljörðum. Bókfært virði eignarhluta félagsins í öðrum félögum var 2,3 milljarðar króna í lok síðasta árs.
Lykiltölur / Pólaris
2020 | |||||||||
51 | |||||||||
2069 | |||||||||
2066 | |||||||||
-3 | |||||||||
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 20. október 2022.