SaltPay á Íslandi, sem áður hét Borgun og þar áður Kreditkort hf., hefur lokið við sölu á Ármúla 28-30 til Selsins fjárfestingafélagsins ehf. Húsnæðið, sem alls er um 2.750 fermetrar, var selt á 610 milljónir króna.

Fyrirtækið hafði haft höfuðstöðvar við Ármúla 28 frá stofnun Kreditkorta hf. árið 1980 þar til SaltPay, sem Jónína Gunnarsdóttir stýrir, flutti skrifstofur sínar í Katrínartún í ágúst síðastliðnum.

Húsnæðið í Ármúla hefur verið leigt undir kennslustofur Hagaskóla að undanförnu.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.