Stjórn íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hefur safnað bindandi áskriftarloforðum að nýju hlutafé í félaginu að andvirði 220 milljónir króna. Áskriftirnar eru fyrir 110 milljónir hluta að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut 2,0 krónur.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að stjórnarmenn, stofnendur og stærstu hluthafar ásamt nýir fjárfestar hafi skráð sig fyrir hlutum.
„Markmið með söfnun áskriftarloforðanna að fjárhæð 220 milljónir króna er að efla félagið fyrir komandi vöxt, tryggja lausafjárstöðu þess, ljúka útgáfu leiksins [Starborne Frontiers] og hefja markaðssetningu hans.“
Stjórn Solid Clouds hefur boðað til hluthafafundar þann 14. febrúar þar sem m.a. verður lögð fram tillaga um veitingu heimildar til að hækka hlutafé félagsins.
Stjórn íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hefur safnað bindandi áskriftarloforðum að nýju hlutafé í félaginu að andvirði 220 milljónir króna. Áskriftirnar eru fyrir 110 milljónir hluta að nafnverði og er útgáfugengið á hvern hlut 2,0 krónur.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að stjórnarmenn, stofnendur og stærstu hluthafar ásamt nýir fjárfestar hafi skráð sig fyrir hlutum.
„Markmið með söfnun áskriftarloforðanna að fjárhæð 220 milljónir króna er að efla félagið fyrir komandi vöxt, tryggja lausafjárstöðu þess, ljúka útgáfu leiksins [Starborne Frontiers] og hefja markaðssetningu hans.“
Stjórn Solid Clouds hefur boðað til hluthafafundar þann 14. febrúar þar sem m.a. verður lögð fram tillaga um veitingu heimildar til að hækka hlutafé félagsins.
Almennt hlutafjárútboð eftir tvær vikur
Solid Clouds, sem er skráð á First North-markaðinn, hyggst einnig efna til almenns hlutafjárútboðs frá 16. til 20. febrúar næstkomandi, þar sem boðið verður upp á allt að 90 milljónir nýja hluti á sömu kjörum, þ.e. 2 krónur á hlut. Því getur heildarandsöluverði útboðsins numið allt að 180 milljónum króna fáist full áskrift.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir stjórn félagins að tilgangur hlutafjárútboðsins sé að tryggja jafnræði hluthafa og gefa öðrum hluthöfum félagsins tækifæri á að taka þátt í hlutafjárhækkuninni á sömu kjörum.
Hluthafar Solid Clouds munu njóta forgangs í útboðinu. Að forgangsrétti frágengnum verða hinir nýju hlutir boðnir almennum fjárfestum. Félagið hefur ráðið Arctica Finance hf. til að hafa umsjón með útboðinu. Félagið hefur birt fjárfestakynningu í tengslum við útboðið.
Fram kemur að Solid Clouds, sem nýsköpunarfélag, hafi fengið staðfestingu ríkisskattstjóra á því að kaup á hlutabréfum félagsins í hlutafjáraukningu geti veitt einstaklingum rétt á skattfrádrætti líkt og í frumútboði félagsins.
Af því leiðir að einstaklingar, sem eru með skattalega heimilisfesti á Íslandi og fjárfesta í hlutum í félaginu fyrir að lágmarki 300 þúsund krónur og að hámarki 15 milljónir króna og uppfylla skilyrði um frádrátt frá tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni, geta lækkað skattstofn sinn um allt að 75% af fjárfestingu sinni, að því gefnu að þeir eigi hlutabréfin í að lágmarki þrjú ár.
Horfa til frekari hlutafjárútgáfu síðar
Solid Clouds hefur þróað leikinn Starborne Frontiers sem verður tilbúinn til útgáfu í apríl næstkomandi en framleiðsla hans hófst um mitt ár 2021.
Félagið segir að þetta verkefnið hafi tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í fyrstu „en að sama skapi er árangurinn eftir því“. Leikurinn standist ítrustu gæðakröfur á hörðum samkeppnismarkaði og þá hafi viðtökur spilara verið góðar í útgáfuferlinu.
„Velgengi Starborne Frontiers mun hafa mikil áhrif á framtíð félagsins. Verði lykilmælikvarðar leiksins eftir fjárfestingu í markaðssetningu í samræmi við áætlanir stjórnenda er ráðgert að ráðast í frekari hlutafjárútgáfu til að styðja enn frekar við áframhaldandi vöxt leiksins.“
Starborne Frontiers verður fyrst gefinn út fyrir síma og spjaldtölvur en leikurinn verður einnig gefinn út á PC á næstu mánuðum. Í leiknum stýra spilarar flota af geimskipum í bardögum sem reyna á taktíska hæfileika og útsjónarsemi.
„Það er ánægjulegt að eftir þrotlausa vinnu mun leikurinn, Starborne Frontiers vera tilbúinn til útgáfu í apríl. Við hyggjumst auka hlutafé félagsins til að keyra á frekari markaðssetningu leiksins. Þróun leiksins hefur tekið lengri tíma en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir en lokaafurðin er frábær leikur sem við erum stolt af og höfum mikla trú á velgengni hans og tekjumöguleikum”, segir Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds.
Frestuðu útboði í haust - vonuðust þá eftir 7 kr. á hlut
Tölvuleikjafyrirtækið efndi til lokaðs hlutafjárútboðs í september síðastliðnum þar sem félagið vonaðist til að sækja allt að 400 milljónir króna á útboðsgenginu 7 krónur á hlut.
Nokkrum dögum síðar ákvað félagið að fresta hlutafjáraukningu þar sem áskriftir í útboðinu voru undir væntingum stjórnar. Solid Clouds bar fyrir sig að fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja væri ekki hagfellt um þessar mundir og því myndi stjórn vinna að nýrri fjármögnunaráætlun.
Solid Clouds var skráð á First North-markaðinn í júlí 2021 að undangengnu almennu hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 725 milljónir króna. Útboðsgengi í frumútboðinu var 12,5 krónur á hlut.