Meðalsölutími íbúða hefur lengdist umtalsvert í fyrra og mældist hann 5,3 mánuðir í desember og hefur ekki verið lengri síðan síðla árs 2017.

Þetta kemur fram í nýrri peningamálaskýrslu Seðlabankans sem var gefin út samhliða vaxtarákvörðuninni í morgun. Fram kemur í skýrslunni að um fimmtán prósent eigna seljast yfir ásettu söluverði en hlutfallið hefur lækkað frá því í haust þegar mælingar sýndu að fimmtungur eigna seldust yfir ásettu söluverði.

Dregur úr árshækkun og framboði

Seðlabankinn gerir ráð fyrir að það dragi úr árshækkun íbúðaverðs en hækkunin nam 7,7% í fyrra. Þó gerir bankinn að samdrátturinn verði minni en hann gerði í nóvember.

Bankinn segir vísbendingar vera að fjöldi nýrra og nýskráðra íbúða verði svipaður og í fyrra en að ráðist verði í færri nýframkvæmdir þar sem mikið er af íbúðum í byggingu.