Alþjóð­lega láns­hæfis­mats­fyrir­tækið S&P Global Ratings breytti í dag horfum á láns­hæfis­mati Ís­lands­banka í jákvæðar úr stöðugum.

Mats­fyrir­tækið stað­festi jafn­framt BBB+/A-2 langtíma- og skammtíma­ein­kunnir bankans og A-/A-2 RCR ein­kunnir.

Í Kaup­hallar­til­kynningu Ís­lands­banka segir S&P að ný­lega samþykktar skilaáætlanir kerfis­lega mikilvægra banka á Ís­landi varpi að þeirra mati frekara ljósi á um­fang undir­skipaðra (e. subordina­ted) skuld­bindinga sem bönkunum verður gert að hafa útistandandi.

Miðað við kröfu um undir­skipan sem svarar til 23,4% af áhættu­grunni (að meðtalinni kröfu um eigin­fjárauka), gerir S&P ráð fyrir því að Ís­lands­banki muni gefa út um­tals­vert magn af SNP-skulda­bréfum (e. seni­or non-prefer­red) á aðlögunar­tíma­bilinu fram til október 2027.

S&P nefnir að þau gætu hækkað lánshæfismat Íslandsbanka ef bankinn eykur við undirskipaðar skuldbindingar sínar umfram aðlagað viðmið S&P um 4% af áhættugrunni á næstu 24 mánuðum.

Slíkt myndi draga úr áhættu sem eigendur almennra skuldabréfa (e.senior preferred) standa frammi fyrir.

„S&P gæti endurskoðað horfurnar í stöðugar ef Íslandsbanki nær ekki viðmiði S&P um lágmarks tapsþol (e. ALAC threshold). Lækkun á lánshæfismati gæti átt sér stað ef RAC-hlutfall Íslandsbanka fer niður fyrir 15%, sem er það viðmið sem S&P álítur mjög sterkt, eða ef S&P greinir verulegar breytingar á efnahagslegum vísum á Íslandi, sem bankinn væri ekki ónæmur fyrir,“ segir í Kauphallartilkynningu Íslandsbanka.