Alþjóð­lega láns­hæfis­mats­fyrir­tækið S&P Global Ratings stað­festi í dag láns­hæfis­mat Lands­bankans en sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu frá bankanum breytti S&P horfum úr stöðugum í jákvæðar.

Láns­hæfis­mat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.

Í til­kynningu S&P til bankans er vísað til þess að jákvæðar horfur endur­spegli mögu­lega hækkun láns­hæfis­mats vegna aukins viðnámsþróttar (e. loss-absor­bing capa­city) auki bankinn út­gáfu skulda sem hafa aukna getu til að taka á sig tap og slíkar skuldir nái lág­marks­viðmiði S&P sem nemur 4% af áhættu­vegnum eignum sam­kvæmt að­ferðafræði S&P.

Í rökstuðningi sínum bendir mats­fyrir­tækið á að Lands­bankinn var fyrstur ís­lenskra banka til að gefa út víkjandi for­gangs­skulda­bréf (e. seni­or non-prefer­red bond) og hafi þar með sýnt fram á traust markaðsað­gengi og áhuga fjár­festa á slíkri út­gáfu.