Greiningardeild Landsbankans hefur birt verðbólguspá sína fyrir nóvembermánuð en samkvæmt spánni lækkar vísitala neysluverðs um 0,13% á milli mánaða í nóvember og hjaðnar þannig ársverðbólga úr 5,1% í 4,5%.
Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar.
„Flestir aðrir undirliðir munu hafa lítil áhrif. Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Greiningardeild bankans á von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Samkvæmt skammtímaspá Landsbankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21% í desember, lækka um 0,41% í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74% í febrúar.
Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar.
Landsbankinn gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif).
Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) samkvæmt verðkönnun bankans.
Þá spáir bankinn því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif).
Helsta óvissan við langtímaspá bankans eru áhrif kilómetragjaldsins og hvort það gjald verði að lögum.
Spá Landsbankans um nóvembermælingu VNV
Áhrif (spá) | ||||||
0,03% | ||||||
0,00% | ||||||
0,01% | ||||||
0,08% | ||||||
-0,02% | ||||||
0,02% | ||||||
0,01% | ||||||
0,00% | ||||||
-0,01% | ||||||
-0,04% | ||||||
-0,06% | ||||||
-0,00% | ||||||
0,00% | ||||||
0,00% | ||||||
0,03% | ||||||
0,02% | ||||||
-0,13% |