Greiningardeild Landsbankans spáir 0,1% samdrætti í landsframleiðslu í ár. Bakslag í útflutningi fyrr á árinu, ekki síst vegna loðnubrests og hægari vexti ferðaþjónustu, valdi því að hann eykst lítið á milli ára. Þá hafi háir vextir haldið aftur af einkaneyslu.

„Þetta er mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hefur verið 5-9% árlega, en þeim mikla hagvexti hefur fylgt mikil og þrálát verðbólga. Við gerum nú ráð fyrir öðrum og rólegri takti,“ segir í nýrri þjóðhagsspá Landsbankans.

„Slaki hefur færst yfir hagkerfið sem nær andanum, verðbólga hjaðnar duglega, vextir lækka og hagkerfið fer aftur hægt og rólega af stað með um 2% hagvexti árlega næstu árin.“

Greiningardeild Landsbankans spáir 0,1% samdrætti í landsframleiðslu í ár. Bakslag í útflutningi fyrr á árinu, ekki síst vegna loðnubrests og hægari vexti ferðaþjónustu, valdi því að hann eykst lítið á milli ára. Þá hafi háir vextir haldið aftur af einkaneyslu.

„Þetta er mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hefur verið 5-9% árlega, en þeim mikla hagvexti hefur fylgt mikil og þrálát verðbólga. Við gerum nú ráð fyrir öðrum og rólegri takti,“ segir í nýrri þjóðhagsspá Landsbankans.

„Slaki hefur færst yfir hagkerfið sem nær andanum, verðbólga hjaðnar duglega, vextir lækka og hagkerfið fer aftur hægt og rólega af stað með um 2% hagvexti árlega næstu árin.“

Spá greiningardeildar Landsbankans um hagvöxt um árin 2024-2027.

Verðbólga mældist 5,4% í september og hefur hjaðnað talsvert undanfarna mánuði. Landsbankinn spáir því að verðbólgan verði komin niður í 4,4% um áramótin. Til samanburðar gerði bankinn fyrir rúmum mánuði síðan að verðbólga yrði 4,9% í árslok.

„Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði lítillega yfir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins á fyrsta fjórðungi næsta árs, í 4,1%, og hjaðni svo áfram allt fram á síðasta fjórðung ársins þegar hún eykst lítillega aftur,“ segir í spánni.

Sú aukning sem spáð er á seinni hluta árs 2025 er vegna þess að áhrif lækkana á vísitölu neysluverðs í ágúst og september í ár, vegna einskiptisaðgerða, detta þá úr ársmælingum vísitölunnar.

Jafnframt segir að áform stjórnvalda um upptöku kílómetragjalds á öll ökutæki skapi ákveðna óvissu, og þá einkum hvort gjaldið verði tekið inn í verðmælingar Hagstofunnar. Í spá bankans er gert ráð fyrir að kílómetragjaldið sé inni í verðmælingum.

Verðbólguspá Landsbankans. Bankinn birtir einnig sviðsmynd sem sýnir hvernig verðbólguferillinn liti út án kílómetragjaldsins.

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur, úr 9,25% í 9,0%, fyrir tveimur vikum síðan. Greiningardeildin telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni áfram taka varfærin skref en sjái sér þó fært að lækka vexti statt og stöðugt næstu misseri.

Landsbankinn gerir ráð fyrir að nefndin lækki vexti um 0,25 prósentustig á síðasta vaxtaákvörðunarfundi sínum í ár í nóvember. Stýrivextir verða því 8,75% í lok árs gangi spáin eftir.

Þá spáir greiningardeildin því að stýrivextir verði 7,0% í lok árs 2025, 5,25% við árslok 2026 og 4,75% við lok árs 2027.