Greiningar­deild Lands­bankans spáir því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verð­bólga aukist úr 5,8% í 5,9%.

Lands­bankinn gerir ráð fyrir að júlí­mánuður verði nokkuð dæmi­gerður þar sem sumar­út­sölur verða til lækkunar á vísi­tölunni en flug­far­gjöld til út­landa til hækkunar.

Þá spáir greiningar­deildin nokkurn veginn ó­breyttri verð­bólgu í ágúst og septem­ber, en að verð­bólga hjaðni í 5,4% í októ­ber.

Greiningar­deild Lands­bankans spáir því að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verð­bólga aukist úr 5,8% í 5,9%.

Lands­bankinn gerir ráð fyrir að júlí­mánuður verði nokkuð dæmi­gerður þar sem sumar­út­sölur verða til lækkunar á vísi­tölunni en flug­far­gjöld til út­landa til hækkunar.

Þá spáir greiningar­deildin nokkurn veginn ó­breyttri verð­bólgu í ágúst og septem­ber, en að verð­bólga hjaðni í 5,4% í októ­ber.

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það hjaðnaði árs­verð­bólgan úr 6,2% í 5,8%, sem var í sam­ræmi við fyrri spá Lands­bankans.

Reiknuð húsa­leiga, flug­far­gjöld til út­landa og hótel­gisting höfðu mest á­hrif til hækkunar í júní en föt, hús­gögn, bílar og bensín höfðu á­hrif til lækkunar.

„Verð á fötum og skóm hækkar alla jafna á milli mánaða nema í janúar og júlí, þegar stóru út­sölurnar hefjast. Eitt­hvað hefur hins vegar borið á til­boðum og út­sölum það sem af er ári og verð hefur lækkað bæði nú í júní (-0,9% á milli mánaða) og í apríl (-0,4% á milli mánaða) í ár. Við teljum að sumar­út­sölurnar verði nokkuð góðar í ár og að föt og skór lækki um 9,2% á milli mánaða (-0,35% á­hrif) og hús­gögn og heimilis­búnaður o.fl. lækki um 1,3% á milli mánaða (-0,07% á­hrif)“ segir í hag­s­já bankans.