Pítsastaðurinn Spaðinn, sem hætti nýlega starfsemi, tapaði 51 milljón króna á árið 2021 samanborið við tveggja milljóna tap árið áður. Sala Spaðans nam 325 milljónum króna á árinu 2021 samanborið við 200 milljónir árið áður en félagið opnaði fyrsta útibúið á Dalvegi 32b í maí 2020 og annað útibú sitt við Fjarðargötu í Hafnarfirði í október sama ár.

Rekstrargjöld jukust úr 191 milljón í 372 milljónir á milli ára. Laun og launatengd gjöld námu 168 milljónum. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) nam 46 milljónum króna og tap án fjármunatekna og fjármagnsgjalda nam 66 milljónum króna samanborið við tæplega 2 milljónir árið áður.

Eigið fé félagsins var jákvætt um 114 milljónir króna í lok árs 2021 samanborið við 165 milljónir króna í byrjun árs. Skuldir félagsins jukust um úr 66 milljónum í 82 milljónir á milli ára.

Sjá einnig: Spaðinn hættir starfsemi

Spaðinn hætti starfsemi í byrjun þessa mánaðar. Þórarinn Ævarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Spaðans, sagði í tilkynningu að reksturinn hafði af ýmsum ástæðum gengið erfiðlega að undanförnu. Hann tók fram að skuldir félagsins væru nær einvörðungu við eigendur félagsins.

Þórarinn á 51% hlut í Spaðanum. Tannlæknirinn Marta Þórðardóttir og Jón Pálmason, annars eigenda Ikea á Íslandi, fara með 20,5% hlut hvor.