Spænska ríkisstjórnin hefur afnumið söluskatt á ólífuolíu tímabundið til að hjálpa neytendum við að takast á við verðhækkanir þar í landi. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum en kostnaður fyrir almenna borgara hefur hækkað gríðarlega.

Verð á ólífuolíu á Spáni hefur hækkað um 272% síðan í september 2020 að sögn spænska landbúnaðarráðuneytisins. Fimm lítra flaska af ólífuolíu getur kostað allt að 50 evrur í venjulegri matvörubúð.

Spánverjar nota ólífuolíu til að elda og skreyta samlokur, salöt, grænmeti og aðra rétti. Spænsk heimili notuðu að meðaltali sex lítra á mann á síðasta ári samanborið við heimsmeðaltalið sem er 0,4 lítrar.

Ríkisstjórnin hefur þegar lækkað söluskatt á ólífuolíu úr 10% í 5% og verður enginn söluskattur lagður á olíuna frá júlí til september. Þá verður hins vegar 2% skattur lagður á ólífuolíu til áramóta og eftir það verður skatturinn 4%.

„Mikilvægi ólífuolíu í mataræði Miðjarðarhafsins og þar að auki stuðlar hún að heilbrigðum lífstíl,“ segir María Jesús Montero, fjármálaráðherra Spánar.