Bandarísk sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem grafin var á japönskum flugvelli sprakk í gær með þeim afleiðingum að sjö metra stór gígur myndaðist við flugbraut. Þar að auki þurfti að aflýsa hátt í 80 flugferðum.

Samkvæmt BBC var engin flugvél á Miyazaki-flugvellinum í suðvesturhluta Japans nálægt sprengjunni þegar hún sprakk og hefur ekkert verið tilkynnt um manntjón.

Bandarísk sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem grafin var á japönskum flugvelli sprakk í gær með þeim afleiðingum að sjö metra stór gígur myndaðist við flugbraut. Þar að auki þurfti að aflýsa hátt í 80 flugferðum.

Samkvæmt BBC var engin flugvél á Miyazaki-flugvellinum í suðvesturhluta Japans nálægt sprengjunni þegar hún sprakk og hefur ekkert verið tilkynnt um manntjón.

Sprengjunni var varpað af bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni til að halda svokölluðum kamikaze-sjálfsvígsflugmönnum í skefjum.

Miyazaki-flugvöllurinn var byggður árið 1943 sem japönsk herstöð en aðrar bandarískar sprengjur hafa fundist nálægt svæðinu, ein árið 2009 og önnur árið 2011.