Íris Róberts­dóttir, bæjar­stjóri Vest­manna­eyja, hefur fyrir hönd Sam­taka sveitar­fé­laga á köldum svæðum sent á­skorun á ríkis­stjórnina, Al­þingi, Lands­virkjun og Orku­stofnun þar sem krafist er að­gerða í orku­málum.

„Vilji er allt sem þarf,“ segir í á­skoruninni en Íris er jafn­framt for­maður SSKS.

Sam­tökin krefjast þess að Al­þingi setji lög sem tryggi rétt al­mennings og minni fyrir­tækja til að fá raf­orku og að raf­orku­verð til hús­hitunar á köldum svæðum verði á­sættan­legt og ekki hærra en meðal­verð hjá hita­veitum.

Sam­tökin krefjast þess einnig að raf­orka til hús­hitunar verði tryggð og að raf­orka til minni fyrir­tækja verði „á sann­gjörnu verði.“

Ríkið á einnig að finna nýjar leiðir til þess að jafna kostnað við hús­hitun „þar sem niður­greiðslu­kerfið sem er í dag er komið að enda­stöð.“

Þess er jafn­framt krafist að farið verði í fram­kvæmdir við nýjar virkjanir til að mæta orku­þörf lands­manna. Inn­viðir bættir svo hægt sé að flytja raf­orku á þá staði sem þarf á hverjum tíma.

„Raf­orku­skortur hamlar at­vinnu­upp­byggingu. Mikil­vægt er að til verði raf­orka fyrir fyrir­tæki alls staðar á landinu. Nú er kominn tími til að fara strax í fram­kvæmdir. Fram­kvæmdir í raf­orku­málum á Ís­landi sem verða öllum til hags­bóta, það er ekki lengur tími til að hugsa bara, tími fram­kvæmda er kominn.“