BlackRock, stærsta eignastýringafélag í heiminum í dag, hefur ákveðið að segja sig úr loft­lags­sam­komu­lagi Sam­einuðu þjóðanna sem flest öll fjár­mála­fyrir­tæki skrifuðu undir árið 2021.

Líkt ogVið­skipta­blaðið greindi frá í vikunni ákváðu stærstu fjár­festinga­bankar Bandaríkjanna að segja sig úr sam­komu­laginu á dögunum.

Sam­komu­lagið hét Net-Zero Banking Alli­ance en með því lofuðu fjár­mála­fyrir­tækin að öll lána- og fjár­festingar­banka­starf­semi myndi taka mið af kol­efnis­hlut­leysi fyrir árið 2050.

Morgan Stanl­ey, Citi Group og Bank of America ákváðu að byrja árið á kveðja sam­komu­lagið og síðar í vikunni bættist JP­Morgan Chase, stærsti banki Bandaríkjanna, við.

Wells Far­go og Gold­man Sachs sögðu sig úr sam­komu­laginu undir lok síðasta árs.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er sér­stak­lega at­huga­vert að BlackRock ákveði að kveðja sam­komu­lagið þar sem eignastýringafélagið hefur árum saman lagt mikla áherslu á sjálf­bærni og um­hverfis­mál.

Larry Fink, for­stjóri BlackRock, skrifaði ítar­lega grein um um­hverfis­mál fyrir fjórum árum síðan þar sem hann sagði að áhættan af loft­lags­málum væri í reynd áhætta fyrir fjár­festa og fjár­magn.

Af­staða Fink til loft­lagsað­gerða hefur mætt harðri and­stöðu á síðastliðnum árum.

Að sögn WSJ hefur hann dregið úr örlítið úr umhverfisstefnu félagsins eftir að BlackRock var stefnt árið 2023 fyrir að hafa ekki sinnt upp­lýsinga­skyldu sinni nægi­lega vel í tengslum við fjár­festingar í loft­lags­tengdum verk­efnum.