Alls voru um 229.300 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í júlí 2023 samkvæmt skrám Hagstofunnar. Mun það vera 1.800 fleiri en voru starfandi í júnímánuði.
Starfandi einstaklingum fjölgaði um 7.900 á milli ára sem samsvarar 3,6% fjölgun.
Alls voru um 122 þúsund karlar á vinnumarkaði og 107 þúsund konur í júlí. Fjöldi starfandi innflytjenda var um 51.700 í júlí og fjölgaði um tæplega 6.900 á milli ára.