Startup Energy Reykjavík er nú haldið í annað skipti. Um er að ræða viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í orkutengdum iðnaði þar sem sjö sprotar fá fimm milljónir króna hvert í hlutafé gegn tíu prósent eignaraðild bakhjarlanna. Verkefnið fer fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík og mun standa yfir næstu tíu vikurnar.
Sprotarnir sjö eru Málmblendi, KeyNatura, Loki Geothermal, Laki, XRG-Energy, Natus og Rofar.
Framkvæmd og utanumhald viðburðarins er í höndum Klak Innovit og Iceland Geothermal, en bakhjarlar eru Arion banki, Landsvirkjun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og GEORG.
VB Sjónvarp var á staðnum.