Steiniðjan ehf. hefur keypt S. Helgason ehf. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að S. Helgason er stærsta steinsmiðja landsins en fyrirtækið var stofnað árið 1972.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Helstu vörur S. Helgason eru borðplötur, flísar, legsteinar og ýmis sérsmíði. Félagið hefur komið að byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, húss Hæstaréttar, húss að Lækjargötu 2 og Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi. S. Helgason hefur starfað á sömu kennitölu allt frá stofnun félagsins árið 1953. Félagið hefur verið í eigu SPB hf., áður Sparisjóðabanka Íslands frá því í febrúar 2010.