Skagi hf. hefur veitt stjórn­endum og lykil­starfsmönnum fyrir­tækisins kauprétt og hluta­bréf sem hluta af kaup­auka­greiðslum vegna árangurs ársins 2024.

Sam­kvæmt til­kynningum til Kaup­hallarinnar er um að ræða annars vegar samning um af­hendingu hluta­bréfa í Skaga að þremur árum liðnum, þar sem frestuðum hluta kaup­auka var ráð­stafað til kaupa á hluta­bréfum, og hins vegar af­hendingu hluta­bréfa án frestunar sem nemur 10% af heildar­kaup­auka hvers stjórnanda.

Með frestun er átt við að af­hending hluta­bréfa eða nýting kaupréttar verður ekki mögu­leg fyrr en eftir þrjú ár.

Kaupréttar­samningurinn veitir stjórn­endum rétt til að kaupa hluta­bréf á til­teknu verði eftir þrjú ár, sem tryggir þeim mögu­leikann á að njóta framtíðar­gengis­aukningar fyrir­tækisins.

Mark­mið slíks fyrir­komu­lags er að tengja um­bun stjórn­enda betur við langtímaárangur félagsins.

Grunn­gengi í kaupréttar­samningunum og samningum um af­hendingu hluta­bréfa var 20,84 krónur á hlut, sem jafn­gildir vegnu meðal­gengi í við­skiptum með hluti í félaginu á Nas­daq Iceland síðustu tíu við­skipta­daga fyrir undir­ritun samninganna.

Haraldur Þórðar­son for­stjóri Skaga hf., fékk út­hlutað sam­tals 168.078 hlutum, þar af 148.181 með frestun til þriggja ára og 19.897 hlutum án frestunar.

Guðný Helga Her­berts­dóttir for­stjóri VÍS trygginga hf.,fékk sam­tals 1.663.188 hluti, þar af 1.628.869 með frestun og 34.319 án frestunar.

Brynjar Þór Hreins­son fjár­mála­stjóri Skaga fékk út­hlutað 130.123 hlutum, þar af 114.719 með frestun og 15.404 án frestunar.

Sigrún Helga Jóhanns­dóttir yfir­lög­fræðingur Skaga, fékk 104.789 hluti, þar af 92.384 með frestun og 12.405 án frestunar.

Anna Rós Ívars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri mann­auðs hjá Skaga, fékk sam­tals 183.770 hluti, þar af 162.015 með frestun og 21.755 án frestunar.

Ingi­björg Ás­dís Ragnars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu og þjónustu hjá VÍS, fékk út­hlutað sam­tals 1.054.293 hlutum, þar af 1.032.538 með frestun og 21.755 án frestunar.

Ingólfur Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri hjá VÍS tryggingum, fékk sam­tals 1.047.435 hluti, þar af 1.025.822 með frestun og 21.613 án frestunar.

Jón Árni Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála og greininga hjá VÍS tryggingum, fékk sam­tals 176.443 hluti, þar af 155.556 með frestun og 20.887 án frestunar.

Reynir Bjarni Egils­son, fram­kvæmda­stjóri trygginga og tjóna hjá VÍS tryggingum, fékk út­hlutað sam­tals 37.329 hlutum, þar af 32.910 með frestun og 4.419 án frestunar.

Öll við­skiptin fóru fram utan við­skiptaþings í gær.