Úttekt Viðskiptablaðsins á efstu sætum framboðslista stjórnmálaflokkanna sýnir að tæplega 60% frambjóðenda eru annaðhvort stjórnmálamenn eða opinberir starfsmenn.
Í úttektinni eru störf þeirra sem skipa fimm efstu sætin á listum þeirra flokka sem nú eiga sæti á þingi skoðuð. Störfin eru flokkuð með eftirfarandi hætti:
- Í fyrsta lagi almenni markaðurinn. Í þennan flokk voru þeir frambjóðendur sem starfa hjá einkafyrirtækjum, verktakar, sjálfstætt starfandi og bændur.
- Í öðru lagi voru stjórnmálamenn teknir í sérflokk og auk sitjandi alþingismanna og þeirra sem hafa stjórnmál að ævistarfi voru sveitarstjórnarfulltrúar stærri sveitarfélaga settir í þennan flokk.
- Þriðji hópurinn er opinberi geirinn og ekki þarf að orðlengja um hverjir eru í þeim flokki.
- Í næsta hópi voru þeir sem starfa hjá hinum svokallaða þriðja geira settir en þar er um að ræða félagasamtök, hagsmunasamtök og íþróttahreyfinguna svo dæmi séu tekin.
Meirihluti frambjóðenda stjórnmálamenn
Í fimm efstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokksins eru þrír af hverjum fjórum sem koma frá hinu opinbera. Þar af er meira en helmingur frambjóðenda sem kemur úr stjórnmálunum.
Fimmtungur frambjóðendanna eru opinberir starfsmenn. Jafnhátt hlutfall kemur frá almenna markaðnum.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild hér.