Stjörnugrís hf., sem rekur kjötvinnslu og selur kjötvörur, hagnaðist um 463 milljónir króna í fyrra, samanborið við 436 milljónir árið áður. Stjórn félagsins lagði til fyrir aðalfund að ekki verði greiddur arður á árinu 2025, að því er segir í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Velta Stjörnugríss dróst saman um 2,4% milli ára og nam tæplega 6,1 milljarði króna á árinu 2024. Rekstrarhagnaður (EBIT) jókst úr 526 milljónum í 546 milljónir milli ára. Ársverkum fækkaði úr 165 í 149 milli ára.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að Stjörnugrís hafi sameinast systurfélögunum Gyltubúinu Gil ehf, Gyltubúinu Brimnesi ehf, Gyltubúinu Hýrumel ehf og Svínaríki ehf. þann 1 janúar 2024.

Eignir Stjörnugríss námu 3,5 milljörðum króna í árslok 2024, samanborið við 2,8 milljarða árið áður. Eigið fé félagsins nam tæplega 2,8 milljörðum króna.

Lykiltölur / Stjörnugrís hf.

2024 2023
Velta 6.093 6.244
EBIT 546 526
Hagnaður 463 436
Eignir 3.504 2.786
Eigið fé 2.762 1.953
Ársverk 149 165
- í milljónum króna.

Feðginin Geir Gunnar Geirsson og Hjördís Gissurardóttir eiga samtals um 80% hlut í Stjörnugrís, Geir á 50% hlut og Hjördís 30,44% hlut. Þá eiga þær Hallfríður Kristín og Friðrika Hjördís Geirsdætur sitt hvorn 9,78% hlutinn.

Systurfyrirtækið Stjörnuegg hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2024.