Arion banki birti uppgjör annars árfsjórðungs í gær og kynnti hann fyrir fjárfestum í dag. Óreglulegir liðir settu sitt strik á afkomu bankans á fyrstu sex mánuðum ársins en þar skipta mestu máli skráning og sala hans á hlutum í fasteignafélaginu Reitum og alþjóðlega drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber. Engu að síður jókst hagnaður af reglulegri starfsemi frá því á sama tíma í fyrra en hann nam 8,7 milljörðum á tímabilinu samanborið við 6 milljarða á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segist vera stoltur af uppgjörinu og er sáttur við niðurstöðu árshlutareikningsins.

Að sögn hans er bankinn einnig vel búinn undir vinnu vegna afléttingar hafta en að henni lokinni er ljóst að efnahagsreikningur bankans mun breytast töluvert í kjölfarið.

VB Sjónvarp ræddi við Höskuld.

Ítarlega fréttaskýringu um afkomu stóru viðskiptabankanna þriggja og undirbúning þeirra undir afléttingu hafta má finna í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .