Morgan Stanley, Citi Group og Bank of America ákváðu í þessari viku að segja sig úr loftlagssamkomulagi sem fjárfestingabankarnir vestanhafs skrifuðu undir árið 2021.
Í síðasta mánuði ákváðu Wells Fargo og Goldman Sachs segja sig úr samkomulaginu sem Sameinuðu þjóðirnar studdu.
Samkomulagið hét Net-Zero Banking Alliance en með því lofuðu bankarnir að öll lána- og fjárfestingarbankastarfsemi myndi taka mið af kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.
JPMorgan Chase, stærsti banki Bandaríkjanna, er nú eini bandaríski bankinn sem er enn hluti af bandalaginu. Samkvæmt heimildarmönnum The Wall Street Journal er bankinn þó að íhuga að segja sig úr samkomulaginu einnig.
Ákvörðun stóru bankanna að segja sig úr loftslagsbandalaginu endurspeglar víðtækt afturhvarf fyrirtækja frá umhverfis-, félags- og stjórnarháttaáætlunum (ESG) fyrir væntanlega aðra stjórnartíð Donalds Trump.
Slíkar aðgerðir nutu vinsælda á Wall Street fyrir nokkrum árum en hafa síðan verið harðlega gagnrýndar.