Morgan Stanl­ey, Citi Group og Bank of America ákváðu í þessari viku að segja sig úr loft­lags­sam­komu­lagi sem fjár­festinga­bankarnir vestan­hafs skrifuðu undir árið 2021.

Í síðasta mánuði ákváðu Wells Far­go og Gold­man Sachs segja sig úr sam­komu­laginu sem Sam­einuðu þjóðirnar studdu.

Sam­komu­lagið hét Net-Zero Banking Alli­ance en með því lofuðu bankarnir að öll lána- og fjár­festingar­banka­starf­semi myndi taka mið af kol­efnis­hlut­leysi fyrir árið 2050.

JP­Morgan Chase, stærsti banki Bandaríkjanna, er nú eini bandaríski bankinn sem er enn hluti af banda­laginu. Sam­kvæmt heimildar­mönnum The Wall Street Journal er bankinn þó að íhuga að segja sig úr sam­komu­laginu einnig.

Ákvörðun stóru bankanna að segja sig úr lofts­lags­banda­laginu endur­speglar víðtækt aftur­hvarf fyrir­tækja frá um­hverfis-, félags- og stjórnar­háttaáætlunum (ESG) fyrir væntan­lega aðra stjórnar­tíð Donalds Trump.

Slíkar að­gerðir nutu vinsælda á Wall Street fyrir nokkrum árum en hafa síðan verið harð­lega gagn­rýndar.