Landsbankinn hefur tilkynnt um vaxtabreytingar, í kjölfar stýrivaxtalækkun Seðlabankans á miðvikudaginn. Ólíkt Arion banka og Íslandsbanka verða engar breytingar gerðar á vöxtum verðtryggðra inn- eða útlána.
Samhliða vaxtabreytingunum taka þó gildi breytingar á útlánareglum Landsbankans sem fela m.a. í sér að hámarkslánstími nýrra verðtryggðra íbúðalána verður 25 ár. Fyrstu kaupendum býðst þó áfram að taka verðtryggð lán til 30 ára hjá Landsbankanum.
Landsbankinn tilkynnti jafnframt í september um að verðtryggð íbúðalán bankans með jöfnum greiðslum yrðu eingöngu í boði fyrir fyrstu kaupendur.
Lækka vexti á óverðtryggð íbúðalán
Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum Landsbankans lækka um 0,50 prósentustig og verða frá 10,00%.
Fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,35 prósentustig og verða frá 8,50%. Fastir vextir til fimm ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,20 prósentustig og verða frá 8,35%.