Það stefnir í að fyrrum fjármálaráðherrann, Rishi Sunak, verði næsti forsætisráðherra Bretlands eftir að Boris Johnson tilkynnti í gærkvöldi að hann myndi ekki gefa kost á sér til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Breska pundið styrktist um 0,3% gagnvart Bandaríkjadalnum í morgun.
Sunak tekur við sem leiðtogi Íhaldsflokksins kl. 13 á íslenskum tíma ef Penny Mordaunt tekst ekki að tryggja sér stuðning hundrað þingmanna. Samkvæmt fréttFinancial Times hafa einungis 25 þingmenn opinberlega stutt Mordaunt, sem hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í breska þinginu síðustu vikur.
Nokkrir samstarfsmenn Mordaunt hafa kallað eftir að hún dragi framboð sitt til baka og styðji framboð Sunak til að koma á stöðugleika á breska þinginu. Talsmaður kosningaherferðar Mordaunt ítrekaði hins vegar í gærkvöldi að hún væri enn í kapphlaupinu um að verða leiðtogi Íhaldsflokksins.