Penny Mordaunt hefur dregið framboð sitt til baka, en henni tókst ekki að tryggja sér stuðning hundrað þingmanna. Rishi Sunak verður því næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og um leið næsti forsætisráðherra Bretlands. Sir Graham Brady, formaður 1922 nefndarinnar, staðfesti þetta rétt í þessu.

Sunak mun halda ræðu í Breska þinginu klukkan hálf 2 í dag á íslenskum tíma. Liz Truss sagði af sér sem forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku. Hún fer í sögubækurnar sem skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands.