Sverrir Einar Ei­ríks­son, vín- og gull­sali oftast kenndur við Nýju vínbúðina, hefur keypt skemmtistaðinn Banka­stræti Club.

Birgitta Líf Björns­dóttir, á­hrifa­valdur og at­hafna­kona er ekki lengur í eig­enda­hópi skemmti­staðarins, sam­kvæmt Vísir.is.

Í sam­tali við Vísi segir Sverrir að hann standi einn að kaupunum á staðnum og sé ætlunin að „gera eitt­hvað skemmti­legt.“

Banka­stræti Club opnaði um mitt ár 2021 við Banka­stræti 5 en þar var skemmti­staðurinn B5 áður rekinn um ára­bil.

B Reykja­vík ehf., sem hélt utan um rekstur skemmti­staðarins Banka­stræti Club, tapaði 5,2 milljónum króna árið 2021, skömmu eftir að staðurinn opnaði.

Rekstrar­tekjur Banka­stræti Club árið 2021 námu 67,2 milljónum króna en þar af vöru­sala 62,2 milljónir og 5 milljónir féllu undir liðinn styrkir.