Sverrir Einar Eiríksson, vín- og gullsali oftast kenndur við Nýju vínbúðina, hefur keypt skemmtistaðinn Bankastræti Club.
Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona er ekki lengur í eigendahópi skemmtistaðarins, samkvæmt Vísir.is.
Í samtali við Vísi segir Sverrir að hann standi einn að kaupunum á staðnum og sé ætlunin að „gera eitthvað skemmtilegt.“
Bankastræti Club opnaði um mitt ár 2021 við Bankastræti 5 en þar var skemmtistaðurinn B5 áður rekinn um árabil.
B Reykjavík ehf., sem hélt utan um rekstur skemmtistaðarins Bankastræti Club, tapaði 5,2 milljónum króna árið 2021, skömmu eftir að staðurinn opnaði.
Rekstrartekjur Bankastræti Club árið 2021 námu 67,2 milljónum króna en þar af vörusala 62,2 milljónir og 5 milljónir féllu undir liðinn styrkir.