Flugfélög hafa nú varað farþega við fölsuðum reikningum þar sem svindlarar þykjast vera talsmenn flugfélagsins á samfélagsmiðlum. Samkvæmt BBC eru nú til falsaðir reikningar á X fyrir öll helstu flugfélög í Bretlandi.

Reikningarnir eru notaðir til að svara fyrirspurnum viðskiptavina og biðja þá síðan um persónulegar upplýsingar í von um að nálgast síðan kreditkortaupplýsingar.

Flugfélög hafa nú varað farþega við fölsuðum reikningum þar sem svindlarar þykjast vera talsmenn flugfélagsins á samfélagsmiðlum. Samkvæmt BBC eru nú til falsaðir reikningar á X fyrir öll helstu flugfélög í Bretlandi.

Reikningarnir eru notaðir til að svara fyrirspurnum viðskiptavina og biðja þá síðan um persónulegar upplýsingar í von um að nálgast síðan kreditkortaupplýsingar.

Flugfélögin segja að X eigi í erfiðleikum með að fjarlægja reikningana en samkvæmt reglum miðilsins eru slíkir reikningar lokaðir um leið og það kemst upp um þá.

Svindlið á sér yfirleitt stað þegar farþegi spyr til að mynda hvort seinkun sé á flugi eða hefur samband á X til að kvarta yfir einhverju. Svindlararnir svara þá, oftast með notkun gervigreindar, og biðjast afsökunar en spyrja þá hvort farþeginn geti sent persónuupplýsingar til að leysa málið.

Eitt dæmi var um farþega sem spurði flugfélagið Wizz Air hvort seinkun væri á flugi og innan tveggja mínútna bárust svör frá tveimur mismunandi falsreikningum.

Sumir svindlarar halda því einnig fram að viðskiptavinir eigi rétt á skaðabótum eða biðja farþega um lítið gjald. Flugfélögin hvetja nú viðskiptavini til að vera á varðbergi gagnvart fölsuðum reikningum og deila ekki persónulegum gögnum í gegnum samfélagsmiðla.