American Bitcoin, rafmyntafyrirtæki Eric Trump og Donald Trump Jr., leitar að skráðum fyrirtækjum í Asíu til að safna upp miklu magni af bitcoin.
Bandaríska rafmyntafyrirtækið American Bitcoin, sem synir Bandaríkjaforsetans Donald Trump eiga hlut í, er að kanna möguleg kaup á fyrirtækjum í Japan og hugsanlega Hong Kong, samkvæmt heimildum FT.
Tilgangurinn er að nota þessi fyrirtæki til að safna upp miklu magni af bitcoin og fylgja þannig aðferðafræði sem Michael Saylor og fyrirtæki hans, Strategy, hafa gert vinsæla.
American Bitcoin er nú þegar byrjað að byggja upp bitcoin-forða og hefur byrjað að ræða við fjárfesta um hugsanlegar yfirtökur.
Í yfirlýsingu segir American Bitcoin að markmið félagsins sé að „byggja upp öflugasta og skilvirkasta Bitcoin-söfnunarkerfi í heiminum“ með áherslu á hagkvæman rekstur og langtímavirðisaukningu fyrir hluthafa.
Fyrirtækið segir jafnframt að það skoði tækifæri á mörkuðum þar sem bandarísk forysta í bitcoin geti skapað mikla staðbundna eftirspurn, en að engin bindandi samkomulög séu enn í höfn.
Hvorki Eric Trump, sem er meðstofnandi og yfirmaður stefnumótunar (CSO) fyrirtækisins, né bróðir hans, Donald Trump Jr., svöruðu ekki fyrirspurnum FT.
American Bitcoin er frábrugðið Strategy að því leyti að félagið vinnur einnig ný bitcoin í gegnum námuvinnslu.
Félagið áformar að skrá sig á bandarískan hlutabréfamarkað í september með samruna við Gryphon Digital Mining, sem er þegar skráð á Nasdaq.
American Bitcoin er frábrugðið Strategy að því leyti að félagið vinnur einnig ný bitcoin í gegnum námuvinnslu.
Félagið áformar að skrá sig á bandarískan hlutabréfamarkað í september með samruna við Gryphon Digital Mining, sem er þegar skráð á Nasdaq.
American Bitcoin var áður þekkt sem American Data Centers (ADC), dótturfélag Dominari Holdings, verðbréfa- og fjártæknisamsteypu með aðsetur í Trump Tower í New York.
Í mars var félagið endurmerkt í samstarfi við kanadíska námufyrirtækið Hut 8, sem afhenti allan námubúnað sinn í skiptum fyrir meirihluta í ADC. Eric og Donald Trump Jr. voru á meðal fyrstu fjárfesta í ADC.