Stóru tæknirisarnir sem hafa drifið áfram eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði í Bandaríkjunum undanfarin ár eru nú byrjaðir að segja upp leigusamningum samhliða niðurskurði.

Þannig eru tæknifyrirtækin Facebook, Lyft og Salesforce ásamt fleirum nú að minnka við sig um milljónir fermetra í San Fransisco, Kísildalnum, New York, Austin og víðar. Að auki hefur Amazon stöðvað byggingu nýs skrifstofuhúsnæðis þar sem félagið er nú að undirbúa uppsagnir starfsfólks.

Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki hafi tekið upp aukna fjarvinnu í kjölfar heimsfaraldursins, þá hafa tæknifyrirtækin hingað til drifið eftirspurnina eftir skrifstofuhúsnæði áfram, enda héldu þau áfram að ráða til sín starfsfólk á meðan margir aðrir geirar héldu að sér höndum í ráðningum.