Fjárfestingafélagið Stálskip ehf. hagnaðist um 330 milljónir króna á síðasta ári en árið 2022 nam tap félagsins 441 milljón.

Eignir Stálskips voru metnar á 12.886 milljónir króna um síðustu áramót samaborið við 13.527 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall félagins í árslok 2023 nam 98,8%.

Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 300 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs. Árið 2022 nam arðgreiðslan 546 milljónum.

Guðrún Lárusdóttir á 26,5% hlut í félaginu og dætur hennar þrjár, Helga, Jenný og Ólafía Lára Ágústsdætur, eiga hver um sig 24,5% hlut.

Lykiltölur / Stálskip ehf.

2023 2022
Fjármunatekjur 535 492
Greiddur arður 300 546
Eigið fé 12.738 13.300
Afkoma 330 -441
- í milljónum króna