Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, hefur sagt við Elon Musk að eyjan sé „ekki til sölu“ eftir að milljarðamæringinn sagði að eyjan væri hluti af Kína. Á viðskiptafundi í vikunni bar Musk Taívan saman við Hawaii og sagði að eyjan væri óaðskiljanlegur hluti af Kína.

„Hlustaðu nú, Taívan er ekki hluti af Alþýðuveldi Kína og hún er svo sannarlega ekki til sölu,“ skrifaði ráðherrann á samfélagsmiðili Musk, X.

Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, hefur sagt við Elon Musk að eyjan sé „ekki til sölu“ eftir að milljarðamæringinn sagði að eyjan væri hluti af Kína. Á viðskiptafundi í vikunni bar Musk Taívan saman við Hawaii og sagði að eyjan væri óaðskiljanlegur hluti af Kína.

„Hlustaðu nú, Taívan er ekki hluti af Alþýðuveldi Kína og hún er svo sannarlega ekki til sölu,“ skrifaði ráðherrann á samfélagsmiðili Musk, X.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Musk, sem á viðskiptahagsmuna að gæta á meginlandi Kína, hefur reitt stjórnvöld í Taívan til reiði með ummælum sínum. Í október lagði hann til að mynda til að hægt væri að draga úr spennu á milli þessara stjórnvalda með því að gefa Kínverjum örlítið yfirráðssvæði á eyjunni.

Kínversk stjórnvöld líta á Taívan sem hluta af Kína en spennan milli stjórnvalda hefur færst í aukana undanfarin ár. Fyrr í þessari viku framkvæmdu Kínverjar loft- og flotaæfingar í kringum Taívan. Stjórnvöld í höfuðborginni Tapei segja að meira en 40 kínverskar herþotur og 10 skip hafi rofið taívanska lögsögu.

Utanríkisráðherrann hefur áður sagt að heræfingar Kína væru til þess gerðar til að hafa áhrif á kosningar í Taívan sem fara fram næsta janúar.

„Alþýðuveldi Kína hefur sýnt að það vilji raska komandi kosningum í landinu. Slíkt er undir þegnum okkar að ákveða, ekki hrekkjusvíninu í næsta húsi,“ sagði ráðherrann jafnframt.

Elon Musk rekur stóra verksmiðju í Shanghai en hann heimsótti meðal annars landið í maí á þessu ári. Þá hitti hann nokkra af æðstu embættismönnum kínverska kommúnistaflokksins og sagði að Tesla væri tilbúið að auka viðskipti sín í landinu.

Heimsókn Musk þótti frekar óvenjuleg í ljósi þess að samskipti milli Kína og Bandaríkjanna hafa súrnað mjög á undanförnum árum.