Seðlabankinn í Singapúr (MAS) og kínverski Seðlabankinn (PBOC) ætla að setja aukið púður í samstarf sitt á sviði grænnar fjármögnunar.

Seðlabankinn í Singapúr (MAS) og kínverski Seðlabankinn (PBOC) ætla að setja aukið púður í samstarf sitt á sviði grænnar fjármögnunar.

Bankarnir hafa hvor í sínu lagi tilkynnt um áform um sölu á ríkisskuldabréfum upp á allt að 1,9 milljarða dala en fjármagnið verður nýtt til að fjármagna umhverfistengd verkefni.

Seðlabankarnir hófu grænt samstarf sín á milli í fyrra en markmið samstarfsins er að græn fjármögnun flæði milli landanna sem og víðar í álfuna.

Meðal þess sem samstarfsaðilarnir eru með til skoðunar er að taka upp setja á fót kolefnislosunartengda vísitölu.