Rafbílaframleiðandinn Tesla þarf innkalla hátt í 4000 Cybertruck bíla vegna mögulegrar villu í bensíngjöf bílanna.
Samkvæmt Samgöngustofu Bandaríkjanna er hætta á að bensíngjöfin festist sem veldur óviljandi hröðun og eykur líkur á árekstri.
Bandaríski fréttamiðilinn MarketWatch greinir frá en í tilkynningu frá Tesla segir fyrirtækiði að það viti ekki til þess að neinar árekstrar hafi átt sér stað vegna gallans.
Tesla mun bjóða eigendum upp á óskeypis viðgerð á gallanum.
Hlutabréfaverð Tesla hefur lækkað um 13% síðastliðna fimm daga og er búist við því að gengi muni lækka enn frekar þegar markaðir opna vestanhafs.
Gengi rafbílaframleiðandans hefur nú þegar lækkað um 3% í framvirkum samningum fyrir lokuðum markaði.