Veitingastaðurinn Ítalía er einn elsti starfandi veitingastaður í Reykjavík. Hann hafði verið í eigu tveggja ítalskra veitingamanna alveg frá því hann opnaði árið 1991 en árið 2022 urðu eigendaskipti og í kjölfarið urðu nokkrar breytingar á matseðli og hann uppfærður.

Ioannis Gioukas er yfirkokkur á Ítalíu en hann hefur verið tengdur við mat með einum eða öðrum hætti alveg frá því að hann var barn. Hann ólst upp við að sjá bæði ömmu sína og móður elda mat af mikilli ástríðu og segir að í hans menningu gerist allt í kringum matarborðið.

Hann vann meðal annars í Vatíkaninu í 17 ár þar sem hann eldaði fyrir sjálfan Páfann en eftir það lágu leiðir hans til Parísar þar sem hann vann sem kokkur hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki. Vinur hans sem vann þar með honum talaði mjög vel um Ísland og hvatti Ioannis til að fara þangað.

Fjallað er um nánar um veitingastaðinn og ítalska matarmenningu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.