Í síðustu viku var fyrsta skóflu­stungan tekin að seiða­eldis­stöð Thor land­eldis ehf. en sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá fé­laginu markar þetta upp­hafið að upp­byggingu á lóð fé­lagsins við Þor­láks­höfn.

Elliði Vignis­son bæjar­stjóri Ölfuss og Þórður Þórðar­son, lög­fræðingur Thor land­eldis og einn stofn­enda fé­lagsins, tóku skóflu­stunguna.

Mun þetta vera fyrsti á­fanginn í upp­byggingu fé­lagsins er bygging seiða­eldis­stöðvar en í fram­haldinu verður byggð á­fram eldis­stöð fyrir 5.000 tonna ár­lega fram­leiðslu á laxi.

Thor stefnir á upp­byggingu lax­eldis fyrir allt að 20.000 tonna fram­leiðslu á ári hér á landi en fé­lagið hefur fengið út­hlutað 25 ha lóð vestan við Þor­láks­höfn undir starf­semina og hentar svæðið ein­stak­lega vel sökum gnægðar af fersku vatni og hreinum sjó sem dælt er úr bor­holum.

Fyrsta slátrun 2026

Fé­lagið stefnir á að taka við fyrstu hrognum í byrjun næsta árs og að fyrsti á­fra­meldistankurinn verði klár um 12 mánuðum seinna, um ára­mótin 2025/26 en sam­kvæmt frétta­til­kynningu má gera ráð fyrir að fyrsta slátrun á laxi verði í lok árs 2026.

Seiða­stöðin sem á að reisa nú verður um 1.800 fm að stærð og er gert ráð fyrir að 10 manns starfi við hana og að 100 manns starfi hjá fé­laginu þegar 20.000 tonna fram­leiðslu verður náð.

„Þessi eldis­stöð er góð við­bót við þá öflugu fisk­eldis­flóru sem er á svæðinu í kringum Þor­láks­höfn og reyndar á öllu Reykja­nesi og er þetta svæði nú að verða eitt öflugasta svæði í heiminum fyrir land­eldi á laxi sem skapar mikil tæki­færi í ýmsum hliðar­greinum við lax­eldið,“ segir Jónatan Þórðar­son eldis­stjóri fé­lagsins.

Ný seiða­stöð Thor land­eldis verður byggð eins og best verður á kosið fyrir nú­tíma­lax­eldi.

„Það verður ein­stak­lega gaman að fá í hendurnar glæ­nýja seiða­stöð enda eru góð seiði undir­staðan fyrir árangurs­ríkt lax­eldi. Það er einnig mikill kostur að hafa seiða- og á­fra­meldið ná­lægt hvort öðru en það verður hægt að dæla seiðum beint úr seiða­eldis­stöðinni í á­fra­meldistankana með til­heyrandi kostnaðar- og vinnu­sparnaði,“ segir Vignir Stefáns­son, stöðvar­stjóri Thor land­eldis ehf.