Þórður Snær Júlíus­son, fyrr­verandi rit­stjóri Kjarnans og Heimildarinnar, hefur skráð sig í Sam­fylkinguna. Hann greinir frá þessu í færslu á Face­book.

Þórður Snær Júlíus­son, fyrr­verandi rit­stjóri Kjarnans og Heimildarinnar, hefur skráð sig í Sam­fylkinguna. Hann greinir frá þessu í færslu á Face­book.

„Ég hef á­kveðið að taka þátt í skipu­lögðu stjórn­mála­starfi í fyrsta sinn á ævi minni og skrá mig í Sam­fylkinguna. Ég tel, eftir tölu­verða yfir­legu og fjöl­mörg sam­töl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær á­herslur sem sé að hans mati aflið til að leiða þá veg­ferð.

Hann segir að nú sé tíminn til að knýja fram „rétt­látar breytingar á Ís­landi“ og Sam­fylkingin, sem hefur opnast og breikkað með inn­komu og undir for­ystu Krist­rúnar Frosta­dóttur, sé að hans mati aflið til að leiða þá veg­ferð.

„Ég vil taka þátt í því stóra verk­efni af fullum krafti og leggja mitt lóð á voga­skálarnar fyrir betra sam­fé­lagi.“

Hann segist nú þegar hafa tekið að sér á­kveðin verk­efni tengd stefnu­mótun fyrir flokkinn sem hefjast um mánaða­mótin.